The Dark Knight sópar að sér verðlaunum

 The Dark Knight sópaði að sér verðlaunum á nýliðinni People’s Choice Awards verðlaunahátíð, en hún vann verðlaun í öllum flokkum sem hún var tilnefnd í. Hún vann 5 verðlaun, þar á meðal uppáhalds leikaralið, uppáhalds ofurhetja og uppáhalds hasarmyndin.

Ástæðan fyrir því að ég segi ,,uppáhalds“ en ekki ,,besta“ er að verðlaunahátíðin er öðruvísi en flestar því valið á vinningshöfunum fer eingöngu eftir áliti aðdáenda í gegnum kosningar á netinu.

Christian Bale sagði þetta vera frábæra byrjun á nýju ári og tileinkaði Heath Ledger verðlaunin.