Watchmen styttist

 Þeir sem að hafa lesið Watchmen myndasöguna gera sér auðveldlega grein fyrir því hversu margbrotin og þung hún er, og sem kvikmynd þyrfti hún eflaust að taka sinn tíma til að koma upplýsingarflæðinu til skila.

Fyrir ekki svo löngu síðan var leikstjóranum Kevin Smith boðið að sjá Watchmen myndina. Myndin var ekki fullbúin hvað tæknibrellur varða, en hún var í kringum þrír tímar á lengd, eða svo staðfesti hann á síðunni sinni. Viðbrögð hans voru annars gríðarlega jákvæð, en það er allt annar handleggur…

Upprunalega lengd Watchmen var sögð vera u.þ.b. 190 mínútur. Zack Snyder sagði síðar að það hafi verið erfitt, en að hann hafi náð að koma myndinni niður í 163 mínútur.

Núna í gær kom í ljós í viðtali að myndin hefur aftur verið stytt, að sögn framleiðenda. Núna er myndin komin upp í 155 mínútur og talið er jafnvel líklegt að ræman verði eitthvað aðeins styttri.

Snyder hefur hins vegar lofað almennilegri Director’s Cut útgáfu á DVD sem mun eitthvað ganga yfir þrjá tíma. En fyrir hörðustu aðdáendur, þá er meira tilhlökkun í því heldur en bíóútgáfunni.

Watchmen er annars áætluð að koma í bíó þann 6. mars 2009.