Ég vildi byrja á því að þakka notendum fyrir vægast sagt frábæra þáttöku í The Dark Knight leiknum. Búið er að senda mail á vinningshafa, sem og þá sem munu fá senda Twilight bókina í pósti á næstu dögum.
Annars, þá heldur þessi sería af getraunum áfram og nú verður fókusinn aðeins meira innlendis, en í boði eru DVD diskar með stuttmyndinni Auga fyrir auga, eftir Árna Beintein Árnason. Um að gera að hreppa eitt stykki fyrir jólapakkann.
Stuttmynd þessi hefur vakið mikla athygli hérlendis og til gamans má geta að myndinni hefur verið boðið á kvikmyndahátíð í Amsterdam.
Eins og vananum fylgir þurfið þið aðeins að svara nokkrum spurningum og verður síðan haft samband við vinningshafa.
Spurningarnar eru eftirfarandi:
1. Í hvaða vinsæla þætti kom Árni Beinteinn reglulega fram í síðastliðinn vetur?
2. Hvaða fullorðni leikari, sem nýlega sló í gegn í Svörtum Englum, leikur lykilhlutverkið í stuttmyndinni?
Svör sendast síðan á kvikmyndir@kvikmyndir.is. Einnig verður sennilega DVD rýni tekin á stuttmyndina á næstu dögum.

