Náðu í appið

Auga fyrir auga 2008

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 1. maí 2008

17 MÍNÍslenska
Sjálfstætt framhald myndarinnar Ekki er allt sem sýnist sem hlaut áhorfendaverðlaun á Stuttmyndadögum 2007.

Myndin fjallar um Gumma og Sindra. Gummi er hnakki sem selur dóp en Sindri er nörd með gleraugu. Það voru Sindri og Ólöf, fyrrverandi kærasta Gumma, sem sögðu til hans á sínum tíma. Gummi strýkur af upptökuheimilinu og svífst einskis til að hefna sín. Hann fær til liðs við sig alræmdan glæpamann og saman leggja þeir á ráðin. En löggan leitar að þeim ...

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (1)

Mátti reyna
Ég horfði á þessa stuttmynd með það í huga að hún er gerð af ungum dreng, og eflaust mun myndin höfða betur til ungs fólks. Gleymið því samt ekki, kæru notendur, að börn eru oftar en ekki með frekar lélegan smekk á öllu. Sjálfur fílaði ég t.d. Power Rangers myndina í klessu þegar ég var lítill (ásamt Turtles, Masters of the Universe o.fl.). Ég horfði á þá mynd aftur fyrir ekkert alltof löngu síðan og mér leið eins og að ég hafi vaxið upp úr stigi mongólita, og ég spilaði sömu orðin aftur og aftur í hausnum á mér: "Hvernig gat ég virkilega fílað þetta??"

Það sést langar leiðir (eða hvað?) að Árni Beinteinn hefur mikinn áhuga á kvikmyndagerð, sem er að sjálfsögðu hið besta mál. Ég man annars að Robert Rodriguez sagði að í hverjum tilvonandi kvikmyndargerðarmanni leynast svona u.þ.b. 20 mjög slæmar stuttmyndir, og best væri að koma því öllu út í tilraunum áður en maður stefnir að alvöru verkefnum. Árni þarf klárlega að prufa sig áfram.

Ég ákvað að leyfa 11 ára systur minni að horfa á þessa stuttmynd með mér, þar sem hún tilheyrir svokallaða markhópi hennar, og hún kommentaði eftirá að það væri aldrei neitt almennilegt að gerast. Þessu er ég að einhverju leyti sammála, en það sem skiptir meira máli er að Árni er að reyna að segja okkur "agressíva" sögu sem að missir algjörlega marks vegna ofleiks. Árni er þolanlegur í hlutverki nördans, en sem skemmdi krakkinn virkar hann athyglissjúkur og þ.a.l. rosalega pirrandi. Hví ekki bara fara Anton Chigurh leiðina og vera lágstemmdur? Það hefði kannski lagað eitthvað. Annars var ég nett ánægður með nærveru Sigurðar Skúlasonar. Alltaf gaman að honum (fíla hann persónulega best í Gemsum sem random barnaperri) þótt hann virkaði voða áhugalaus hérna. Einhvern veginn efa ég að hann hafi sýnt innihaldinu mikinn áhuga og frekar bara komið fram í myndinni sem greiði gagnvart Árna.

Það hefði einnig mátt reyna að krydda meiri húmor í þetta. Það er einmitt eitthvað sem höfðar alltaf vel til yngri kynslóðarinnar. Alveg sama hve gölluð myndin er, ef hún er fyndin eða "offbeat," þá ertu öruggari með áhorfendur. Ég segi það a.m.k. í þessu tilfelli því myndin er voða mikil steik. Myndatakan lítur ekkert illa út en hljóðið bergmálar stundum fullmikið og þurfti ég m.a.s. að hækka í sjónvarpinu til að heyra hvað sumir voru að segja.

Annars, að gagnrýna svona verk er ekki eins og að gagnrýna hefðbundna íslenska mynd. Ef að Árni telur þetta vera það besta sem hann getur, þá hef ég enga trú á honum framvegis. Annars, ef hann er sjálfur meðvitaður um að hann þurfi að prófa sig áfram, þá er séns að hann gæti lært ýmislegt. Hann hefur áhugann, og núna þarf hann bara að horfa á helling af bíómyndum til að stúdera þær, enda lærir maður eflaust best þannig. Sjálfur legg ég til að hann fókusi aðeins meira á frásögn heldur en bara að láta fólk hlaupa til og frá sífellt. Einnig er gott ráð að leyfa honum að finna einhvern ákveðin stíl, því Auga fyrir Auga er alfarið stíllaus, vægast sagt.

2/10

Ég verð annars að forvitnast... Af hverju í ósköpunum kemur titillinn fram tvisvar sinnum í upphafi myndarinnar? og hvað er svo málið með Hamster Dance lagabútinn alveg í byrjun?? Einhver sérstök "creative" ákvörðun þarna að baki, Árni?

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn