Sérstök pólitísk forsýning á W.

Miðvikudaginn 19. nóvember verður Samfilm með sérstaka forsýningu á
kvikmyndinni W. í Sambíóunum Kringlunni. Þessi nýjasta afurð
leikstjórans Oliver Stone fjallar um lífshlaup núverandi bandaríkja
forseta George W Bush allt frá unglings árum til okkar daga. Að því
tilefni verða umræðum um forsetatíð W (borið fram dub-ya) undir stjórn
Ágústs Bogasonar.

Ágúst mun halda framsöguerindi og hefja
umræður en með Ágústi verða í panel Karl Blöndal og Gísli Freyr
Valdórsson auk leynigests sem ekki er hægt að staðfesta að svo stöddu.

Hægt er að kaupa miða á sýninguna í almennri miðasölu. Undirritaður sá myndina nýlega og er vel hægt að fullyrða að hér sé ein af athyglisverðari myndum ársins.

Húsið opnar klukkan 20:15 og er sérstakt tilboðsverð til nema og meðlima í ungliðahreyfingum stjórnmálaflokkana.

W. verður annars tekin til almennar sýningar á föstudaginn.