Verðlaunaafhending Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík voru afhent í lokahófi hátíðarinnar sem haldið er í hvalaskoðunarskipum við Ægisgarð. Aðsókn á hátíðina eykst ár frá ári og fjöldi mynda var sýndur fyrir fullum sal. Hátt í 300 manns sóttu landið heim sérstaklega vegna hátíðarinnar, þar af tæplega 50 leikstjórar og framleiðendur.
Hér fyrir neðan má svo lesa hvaða myndir hlutu verðlaun
Uppgötvun ársins:
Tulpan, Sergey Dvortsevoy, Kazakhstan/Rússland
FIPRESCI verðlaun – úr flokknum Vitranir
Heima (Home), Ursula Meier, Sviss, Frakkland, Belgía
Kvikmyndaverðlaun kirkjunnar – úr flokknum Vitranir
Snjór (Snijeg), Aida Begic, Bosnía-Herzegóvína
Hinsegin kvikmyndaverðlaunin 2008
Landsbyggðarkennari (Venkovský ucitel), Bohdan Sláma, Tékkland
Áhorfendaverðlaun RIFF
Rafmögnuð Reykjavík, Arnar Jónasson, Ísland

