Mögnuð heimildarmynd um Stanley Kubrick (myndband)

 Stanley Kubrick er af mörgum talinn einn besti leikstjóri allra tíma. Þegar ferill hans var sem bestur þá gaf hann út myndir með aðeins nokkurra ára millibili, en eftir að hann leikstýrði 2001: A Space Odyssey árið 1968 þá fór að líða lengri tími á milli myndanna hans. Hvað var maðurinn að gera ?

Kvikmyndagerðarmaðurinn Jon Ronson bjó til hreint út sagt magnaða heimildarmynd um kassana hans Stanley Kubrick, og því heitir heimildarmyndin Stanley Kubrick’s boxes. Stanley Kubrick var ávalt talinn sérvitur maður og geymdi öll sín gögn og skjöl í kössum. Þessir kassar eru án efa orðnir nokkrir tugir þúsunda talsins og geyma hreint út sagt ótrúlegt efni. Í sumum þeirra eru gleymdar upptökur, í öðrum aðdáendabréf og í enn öðrum eru myndir af tökustöðum.

Stanley Kubrick lék taka myndir af dyrum um alla London borg fyrir myndina Eyes Wide Shut, en hann vildi hafa hina fullkomnu dyr fyrir ,,hóruatriðið“ eins og hann kallaði það. Hann flokkaði aðdáendabréfin sín eftir myndum og hversu geðveikir aðdáendurnir væru, og hvort bréfið væri jákvætt eða neikvætt.

Ronson eyddi gríðarlegum tíma á heimili Stanley Kubrick og rannsakaði kassana, ásamt því að tala við fylgdarfólk og fjölskyldu leikstjórans. Útkoman er stórkostleg, 49 mínútna heimildarmynd sem fjallar gaumgæfilega um kassa leikstjórans, án þess þó að fjalla um leikstjórann sjálfan. Ronson ákveður að fara þá leið að túlka líf Stanley Kubrick í gegnum það sem hann skildi eftir sig í kössunum, og eini galli heimildarmyndarinnar er í raun sá hversu pirrandi Ronsson segir orðið ,,boxes“.

Heimildarmyndina má sjá hér fyrir neðan, þetta er eitthvað sem enginn kvikmyndaáhugamaður má láta framhjá sér fara.