Trailerinn fyrir væntanlega Max Payne mynd er nú kominn á netið í fullri lengd. Annar trailer lak út fyrir löngu síðan, en í verri gæðum og minni vinna hafði verið lögð í hann, enda um nokkurskonar uppkast að ræða. Nýi opinberi trailerinn sem er nú kominn út er hins vegar magnaður!
Mark Wahlberg leikur aðalpersónuna í mynd sem er gerð eftir samnefndum og gríðarlega vinsælum tölvuleik. Mila Kunis og Olga Korylenko leika einnig hlutverk í myndinni.
Trailerinn er ótrúlega dimmur og drungalegur og ég verð að segja að ég fíla hann í tætlur. Marilyn Manson hljómar undir, sem segir það sem segja þarf um undirliggjandi stemninguna í trailernum. Það er beðið eftir Max Payne með gríðarlegri eftirvæntingu og ég mæli með því að ALLIR aðdéndur tölvuleikjanna horfi á hann hér fyrir neðan (allavega þangað til hann kemur inná Kvikmyndir.is, sem er mjög bráðlega!).
Max Payne kemur í bíó á Íslandi 17.október næstkomandi

