Mamma Mia! – Syngdu með! sýning á föstudaginn

Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Myndform

Síðustu þrjár vikur hafa verið haldnar þrjár ,,Mamma Mia-Syngdu Með“ sýningar í samstarfi við www.osk.is
þar sem bíógestum gafst tækifæri að taka þátt í myndinni og syngja með.
Viðtökur á þessum sýningum voru með eindæmum góðar og sýningarnar
seldust upp á skömmum tíma. Þar sem viðtökur hafa verið svona góðar og
vegna mikilla vinsælda myndarinnar hefur verið ákveðið að halda stærstu
og flottustu Mamma Mia-Syngdu Með“ sýningu Íslands, þar sem Selma og
Hansa og píanóleikarinn Kjartan Valdimars
bætast í liðinn og taka þátt
í næstu sýningu, sem haldin verður næstkomandi föstudag, Kl. 20:00 í
Háskólabíói.

Mamma Mia sat á toppi
bíóaðsóknalistans hér á landi fyrstu tvær helgarnar eftir frumsýningu
hennar, og hefur nú tekið toppsætinu enn á ný eftir hvorki meira nú
minna en 7 vikur í sýningum. Nú hafa tæplega 83.000 manns séð myndina
hér á landi og situr myndin í fjórða sæti aðsóknamestra bíómynda allra
tíma á Íslandi (á eftir Titanic, The Lord of the Rings: The Return of the King og Mýrinni).

Miðasala fer fram á Miði.is