Meira að segja leikstjórinn hatar Babylon A.D.

Sýningar á næstu mynd Vin Diesel, Babylon A.D., hefjast nú um næstu helgi. Í tilefni af því hefur leikstjóri myndarinnar, Mathieu Kassovitz gefið út að hann hafði alls ekki gaman af því að gera hana.

Álit hans á myndinni er vægast sagt neikvætt. ,,Ég fékk aldrei tækifæri til þess að gera eitt einasta atriði á þann hátt sem ég vildi. Handritið var ekki virt, framleiðendurnir voru hræðilegir og allir samstarfsaðilar myndarinnar einnig.“ sagði Mathieu Kassovitz í viðtali, en hann hefur m.a. leikstýrt myndinni Gothika ásamt því að leikstýra fjölmörgum frönskum myndum.

Þó svo að Mathieu Kassovitz líki ekki við lokaútgáfu myndarinnar þá er þar með ekki sagt að áhorfendur eigi eftir að vera á sama máli. Í viðtalinu sagði Kassovitz: ,,Myndin er ekkert neima hreint ofbeldi og í raun ótrúlega heimskuleg. Margir hlutar myndarinnar eru eins og léleg útgáfa af þættinum 24.“ Mathieu Kassovitz sagði einnig að hann þoldi ekki Fox Studios eftir það sem þeir höfðu gert honum á meðan á gerð myndarinnar stóð.

Babylon A.D. fjallar um mann sem flytur konu frá Rússlandi til Kína, en konan er
hýsill lífveru sem óprúttnir aðilar vilja nálgast því þeir halda að hún
sé hinn nýi Messías. Áætlað er að Babylon A.D. verði frumsýnd á Íslandi í haust, en útgáfudagsetning hefur ekki verið ákveðin.

Tengdar fréttir

10.7.2008         Nýtt plakat fyrir Babylon A.D.