Náðu í appið
Gothika
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Gothika 2003

Frumsýnd: 13. febrúar 2004

Because someone is dead doesn't mean they're gone.

98 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 15% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 38
/100

Dr. Miranda Grey er geðlæknir sem vinnur á geðdeild í fangelsi. Hún er gift Dr. Douglas Grey, yfirmanni deildar þar sem Dr. Pete Graham vinnur einnig. Chloe Sava, sjúklingur Dr. Miranda sem hafði áður verið mistnotuð af stjúpföður sínum, segir að henni sé reglulega nauðgað af djöflinum í klefa sínum. Eftir að hún fer frá fangelsinu eina óveðursnótt,... Lesa meira

Dr. Miranda Grey er geðlæknir sem vinnur á geðdeild í fangelsi. Hún er gift Dr. Douglas Grey, yfirmanni deildar þar sem Dr. Pete Graham vinnur einnig. Chloe Sava, sjúklingur Dr. Miranda sem hafði áður verið mistnotuð af stjúpföður sínum, segir að henni sé reglulega nauðgað af djöflinum í klefa sínum. Eftir að hún fer frá fangelsinu eina óveðursnótt, þá lendir Dr. Miranda í bílslysi, og þegar hún vaknar þá er hún orðin ein af föngunum á geðdeildinni, sökuð um hræðilegan glæp og hún man ekkert eftir því hvað gerðist. ... minna

Aðalleikarar

Svipaðar myndir


Gagnrýni (14)


Óskarsverðlauna leikonan Halle Berry leikur geðlækninn Miröndu Grey sem vinnur á geðsjúkra húsi eiginmanns síns Douglas(Charles S. Dutton). Miranda sér núna um Chloe(Penélope Cruz) unga geðsjúka konu sem myrti stjúpa sinn fyrir að nauðga sér. Chloe segir líka að henni sé stöðugt nauðgað á sjúkrahúsinu af djöflinum. Þegar Miranda keyrir heim eitt kvöld sér hún unga stúlku á veginum og eftir þrjá daga vaknar hún á geðsjúkra húsinu sem sjúklingur og er sögð hafa myrt Doug á skelfilegan hátt. Henni finnst þetta hræðilegt en man ekkert eftir kvöldinu sem hún á að hafa myrt Doug. Miranda fer að sjá stúlkuna sem var á veginum og kemst af því að sú stúlka hafi framið sjálfsmorð fyrir nokkrum árum. Hún reynir að sanna sakleysi sitt og fær hjálp frá vini sínum og geðlækninum Peter Graham(Robert Downey Jr.) og Chloe. Er Miranda saklaus eða ekki? Hræðilegir hlutir fara að gerast...Nei,þeir gerast,ég og vinur minn sem er ekki 11 ára vorum farnir að hlægja af þessum skítlélegu breguðatriðum sem voru í myndinni og við urðum ekkert hræddir,skítlega lítið spenntir í endanum samt. Handritið og leikstjórn er ekki gott. Leikurinn heldur ekkert sérlega góður en þó enginn Razzie leikur. Gothika er mynd sem hefði getað orðið svo miklu,MIKLU betri en hún er,og mér finnst að Japanskir hrollvekju leikstjórar ættu að endurgera hana í Japan,því sú útgáfa yrði miklu betri ef hún verður gerð sem ég efast um. Sleppiði Gothika.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þegar ég horfði á þessa mynd, fannst mér eins og ég hefði séð hana áður. Reyndar var mikil til í því en ég var búinn að sjá trailerinn og þá vissi ég einum of mikið. Það var fátt sem kom mér á óvart, kannski vegna þess að ég hafði séð trailerinn. Þrátt fyrir það var söguþráðurinn yfir heildina ekki sem verstur. Ekki það að skemmtanagildið hafi verið mikið en mestan hlutann af myndinni beið ég eftir einhverju góðu atriði sem ég hafði ekki séð áður (minni enn og aftur á trailerinn). Halle Berry var fín og fannst mér henni takast ágætlega að ná hálf klikkaðri manneksju sem reyndi að sannfæra allt og alla um eitthvað sem hún gerði ekki. Ég get ekki sagt að leikstjóranum hafi tekist að bregða mér og hræða mig mikið við þau atriði sem áttu að virka þannig en þau voru ekki uppá marga fiska að mínu mati. Til að toppa þetta tveggja stjarna áhorf var endirinn alls ekki góður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Sko það er soldið langt síðan að ég horfði á þessa mynd en mér fannst hún ekkert svo scary ég horfði á hana allan tíman og mér fannst hún eiginlega ekkert spennandi það var svo útreiknanlegt það sem mundi gerast......en auðvita mæli ég ekkert spez með þessari mynd en samt jájá hún er allveg fín á köflum en handritið var svolítið lameað:S en jamm ég gef þessari mynd 4,5 í einkun og eina stjörnu
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hörkugóður sálfræðitryllir sem snerti mig mjög sem sálfræðinema og hugsandi manneskju. Halle Berry var að sýna mjög góða frammistöðu og Robert Downey Jr. klikkar ekki. Penelopé Cruz hefur ekki verið í neinu uppáhaldi hjá mér en hér er hún að gera góða hluti. Leikstjórn og handrit eru hér augljóslega í góðum höndum hins franska Matthieu Kassovitz og Sebastian Gutierrez (hefur m.a. skrifað Karen Sisco þætti) þótt þessi mynd sé alls ekki fyrir alla. Ég mæli með henni fyrir aðdáendur góðra sálfræðitrylla eins og The Cell. Hvar eru mörkin milli raunveruleika og ímyndunar? Hvenær er rétt að gefast upp þegar allir álíta mann klikkaðan nema maður sjálfur? Mjög góðar pælingar eru hér á ferðinni þótt það séu vissir gallar á framsetningu þeirra sem draga myndina örlítið niður. Það ríkir svolítið mikil ringulreið út alla myndina, sem ef til vill er viljandi gert til að endurspegla geðshræringu aðalpersónunnar. En Gothika er frábær spennumynd að mínu mati fyrir þá sem vilja láta hrella sig hressilega og njóta þess að kafa í undirmeðvitundina.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Gothika, hmm hvað get ég sagt, jú líleg hrollvekja sem er að reyna að feta í spor What Lies Beneath og sixth sense, en því miður nær því ekki. Þessi mynd er svo fyrirsjáganleg að það er ekki venjulegt.


Hún byrjar svona á fínu róli, nokkur svona bregðu atriði, en svo í myðri mynd klúðrar leikstjórinn og handritshöfundurinn þessu alveg.. Myndinn verður svo hrá og leiðileg að það er bara ekki eðlilegt.. Verð bara að segja eins og er, þessi mynd er eitt af leiðilegustu myndum sem ég hef séð.


Fílukall og ekkert annað...

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn