Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Women in Trouble 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi
92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 29% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Women in Trouble inniheldur nokkra söguþræði sem hver vefst utan um hinn á ýmsa vegu. Nokkrar konur í Los Angeles búa allar yfir viðkvæmum leyndarmálum. Maxine (Sarah Clarke) er sálfræðingur sem kemst að því að maðurinn hennar er að halda framhjá sér með Addy (Caitlin Keats), en hún er móðir eins sjúklings hennar, hinnar þrettán ára Charlotte (Isabella... Lesa meira

Women in Trouble inniheldur nokkra söguþræði sem hver vefst utan um hinn á ýmsa vegu. Nokkrar konur í Los Angeles búa allar yfir viðkvæmum leyndarmálum. Maxine (Sarah Clarke) er sálfræðingur sem kemst að því að maðurinn hennar er að halda framhjá sér með Addy (Caitlin Keats), en hún er móðir eins sjúklings hennar, hinnar þrettán ára Charlotte (Isabella Gutierrez). Addy og systirin Doris (Connie Britton) hafa svo á móti leynt Charlotte því hver raunveruleg móðir hennar sé. Klámleikkonan Holly (Adrianne Palicki) á góða vinkonu, Bambi (Emmanuelle Chriqui), en hefur aldrei þorað að segja henni hvað henni finnst í raun um hana, á meðan önnur leikkona, Elektra (Carla Gugino), uppgötvar að hún er ólétt en hefur ekki sagt barnsföðurnum sannleikann. Föst lyfta, bílslys, ókyrrð í háloftunum, flugfreyja, barþjónn með haglabyssu og nuddari verða svo til þess að sannleikurinn skal út með einum eða öðrum hætti.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn