Kominn nasisti í Inglorious Bastards

Michael Fassbender er í umræðum við Quentin
Tarantino
um að leika nasista í næstu mynd hins síðarnefnda, en hún heitir Inglorious
Bastards
og segir frá bandarískri herdeild sem er send inn á mitt
yfirráðasvæði Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni til þess að drepa eins marga
þýska hermenn og hún mögulega getur og brjóta niður liðsandann í hernum.

Samkvæmt Quentin
Tarantino
verður myndin sjúk, vel blóðug og ógeðsleg, alveg eins og hann
vill hafa þær. Quentin
Tarantino
hefur eflaust hugsað sér gott til glóðarinnar þegar hann sá
Fassbender í síðustu mynd sinni, 300, og ekki
skemmir fyrir að hann talar þýsku reiprennandi, en Fassbender hefur leikið í
ófáum stríðsþáttunum og myndunum.

Fassbender er hins vegar þekktari í Bretlandi en annarsstaðar, en hann hefur
leikið í mörgum breskum þáttum eins og Murphy’s Law og Hex. Hann
lék einnig hlutverk í Band of brothers en vakti fyrsta athygli í
Hollywood fyrir hlutverk sitt sem hermaðurinn Stelios í 300 (,,They
will fight in the shade!“).