Myndbönd úr The Rocker

 Við vorum að fá í hendurnar tvö áður óséð myndbönd úr myndinni The Rocker með Rainn Wilson í aðalhlutverki, en hún fjallar um misheppnaðan rokkara sem fær óvænt tækifæri til að slá í gegn á ný í hljómsveit framhaldsskólakrakka.

Myndbandið ,,Allir elska Rainn“ sýnir hvernig aukaleikarar úr myndinni reyna að fá Rainn Wilson til að leggja inn gott orð fyrir sig því þau vilja leika í þættinum The Office, en WIlson hefur slegið þar í gegn í hlutverki Dwight. Fyndnasti punkturinn í því myndbandi er án efa þegar einn leikaranna dáist að þeirri hugmynd sinni að búa til breska útgáfu af The Office.

Myndbandið ,,Ég er ekki bitur“ er hálfgert tónlistarmyndband við lagið ,,I’m not bitter“, en í bland við senur þar sem hljómsveit myndarinnar spilar eru klippt inn áður óséð atriði sem mörg eru ansi fyndin.

The Rocker er frumsýnd í dag, og myndböndin má sjá á undirsíðu myndarinnar hér á kvikmyndir.is