Handritið að stærstu mynd sumarsins, og næststærstu mynd allra tíma, The Dark Knight, hefur ratað á netið. Christopher Nolan og bróðir hans Jonah Nolan skrifuðu það, en það þykir vera algert meistaraverk.
Eitt af aðalsmerkjum The Dark Knight er einmitt hversu sterkt handritið er, og nú er sá möguleiki fyrir hendi að lesa það yfir, en það eru eflaust aðeins þeir hörðustu sem nenna því. Handritið er 167 bls. að lengd, og að sögn þeirra sem hafa lesið það allt þá er lesturinn eftir að hafa séð myndina að minnsta kosti einu sinni. Handritið er þétt og rennur mjúklega í gegn.
Hægt er að kaupa það á netinu í formi bókar og þá fylgja með upprunalegar teikningar sem lýsa persónum og umgerð The Dark Knight. Hins vegar er einnig hægt að lesa handritið með því að smella hér fyrir neðan.

