Mikið hefur verið rætt um hvort The Dark Knight framhaldsmynd sé í bígerð, en leikstjóri myndarinnar Christopher Nolan er þekktur fyrir að taka sér tíma í hlutina og framkvæma hlutina eftir að hafa legið undir feld.
Aðdáendur The Dark Knight hafa verið duglegir að ýta undir þessa umræðu, enda eru yfirgnæfandi líkur á því að framhaldsmynd sé væntanleg eftir nokkur ár, eftir ótrúlega velgengni The Dark Knight. Einn aðdáandi hefur meira að segja gengið svo langt að búa til plakat fyrir myndina og kallar hann það The Dark Knight Returns, sem er þó ólíklegur titill á framhaldsmyndinni.
Viss viðvaningsbrögð sjást á plakatinu og meiri vinna hefði mátt vera lögð í suma hluti, en sú staðreynd að aðdáendur eru nú þegar farnir að búa til plaköt um óstaðfesta framhaldsmynd segir það sem segja þarf, eftirspurnin er gríðarleg.
Smellið á plakatið til að sjá það í betri upplausn
Takið eftir því að það stendur Riddler á vinstri hendinni, en það er greinileg tilvísun í þá spurningu; hver verður illmenni næstu Batman myndar?


