Leikarinn Mark Wahlberg ( Planet of the Apes ) sagði í blaðaviðtali nýlega, að hann væri að fara að gera mynd með ofurleikstjóranum Paul Thomas Anderson ( Magnolia , Boogie Nights ). Engar frekari fregnir hafa borist af þessu, en eftir því sem best var vitað var Anderson að fara að gera mynd með skrípildinu Adam Sandler. Wahlberg sagði einnig að með í myndinni yrðu félagar hans úr Boogie Nights, þeir John C. Reilly og Philip Seymour Hoffman og að tökur myndu hefjast innan skamms. Hvað er að gerast í dalnum og af hverju veit enginn neitt um þetta mál?

