Paul Greengrass leikstýrir Trial of the Chicago 7?

Steven Spielberg setti verkefnið The Trial of the Chicago 7 á bið fyrir stuttu síðan og ákvað að gera mynd um Tinna bækurnar (e. TinTin) og aðra mynd um ævi Abraham Lincoln. Lengi var haldið að The Trial of the Chicago 7 myndi bíða eftir honum en önnur er raunin, orðrómar hafa nú aukist um að Paul Greengrass muni leikstýra myndinni.

Paul Greengrass er hvað helst frægastur fyrir The Bourne Identity myndirnar og United 93. Mikil óvissa er í kringum verkefnið, enda eru hlutirnir á byrjunarstigi. Leikarar sem hafa verið nefndir í tengslum við myndina eru m.a. Sacha Baron Cohen, Will Smith, Taye Diggs, Adam Arkin, Kevin Spacey og Philip Seymour Hoffman.

The Trial of the Chicago 7 fjallar um hóp mótmælenda í Chicago sem mótmæltu harðlega á samkomu Demókrata árið 1968, og gerðu hatur sitt gegn víetnamsstríðinu m.a. vel þekkt. 8 menn voru ákærðir fyrir mótmælin, en 7 mættu fyrir rétt, og þaðan er nafn myndarinnar komið.

Áætlað er að myndin komi út árið 2010.