Trailer fyrir The Wolf Man var frumsýndur á Comic Con og aðdáandi úr múgnum tók hann upp á myndband. Sú útgáfa hefur nú lekið á netið og aðgengilegur í fullri lengd. Eins og gefur að skilja þá er þetta bootleg útgáfa og gæðin eftir því. Trailerinn er þó vel sjáanlegur og mannfjöldinn tekur vel í hann.
The Wolf Man fjallar um mann sem er bitinn og breytist í varúlf, leikinn af Benicio Del Toro. Joe Johnston leikstýrir The Wolf Man en hann hefur leikstýrt myndum eins og Jumanji, Jurassic Park 3 og Hidalgo, en satt best að segja er ferill hans sem leikstjóri ekkert rosalega langur né tilkomumikill. Myndin skartar m.a. Emily Blunt, Anthony Hopkins, Hugo Weaving og eins og áður nefndi Benicio Del Toro.
Smellið hér til að sjá trailerinn í betri gæðum
The Wolf Man verður frumsýnd í Bandaríkjunum 3.apríl á næsta ári, en ekki hefur verið ákveðin dagsetning á Íslandi.

