Það er langt síðan Troy Duffy (handritshöfundur og leikstjóri The Boondock Saints) sagðist vera með Boondock Saints 2: All Saints Day mynd í bígerð sem myndi þá vera beint framhald hinnar geysivinsælu The Boondock Saints sem frá árinu 1999 hefur náð að skapa sér sess í kvikmyndagrunni flestra kvikmyndaáhugamanna allavega á Íslandi.
Hins vegar hefur lögsókn verið að tefja hlutina hingað til, en Duffy var í viðtali við útvarpsstöð fyrir stuttu síðan og gaf upp söguþráð ásamt því að segja að í framhaldsmyndinni yrði fáránlega mikið af hasar! Tökur eiga að hefjast í ágúst! Söguþráðurinn er eftirfarandi:
Bræðurnir (Norman Reedus og Sean Patrick Flanery)búa með föður sínum Il Duce (Billy Connolly á afskekktum bóndabæ á Írlandi þegar bróðir Il Duce kemur til að segja þeim frá því að prestur hafi verið myrtur í Boston og morðinu klínt á bræðurna. Bræðurnir fara af stað til að kljást við málið, en faðir þeirra bíður á bóndabænum. Þeir finna strax þá aðila sem gætu tengst málinu, en Willem Dafoe er ekki í framhaldsmyndinni heldur kvenkyns rannsóknarlögreglumaður með sterkan suðrríkjahreim sem reynir að klófesta bræðurna með hjálp annarra FBI rannsóknarlögreglumanna.
Þetta sagði Duffy í ansi nettu útvarpsviðtali, sem má heyra með því að klikka á linkana hér fyrir neðan. Í viðtalinu fer hann aðeins dýpra ofaní söguþráðinn, ásamt því að svara spurningum frá aðdáendum og segja okkur meira frá lögsókninni sem hann þurfti að kljást við.
Á sama tíma kemur mjög steikt videodagbók sem gerð var við undirbúning á tökunum. Í þessari videodagbók sést m.a. glitta í handritið þannig að þetta er greinilega ekki uppspuni frá rótum hjá kappanum! Myndbandið er hér fyrir neðan:
Það sem fáir, ef nokkrir, vita hins vegar ekki er eitthvað sem verður að umræðuefni í útvarpsviðtalinu, þegar The Dark Knight. Þegar Duffy var að reyna að ráða í aðalhlutverk myndarinnar kom til hans ungur maður að nafni Heath Ledger og bað um að fá að leika hlutverkið. Á þessum tíma var hann tiltölulega nýþekktur og reyna að koma sér á framfæri. Eina ástæðan fyrir því að Ledger hreppti ekki hlutverk eins bróðursins í myndinni er að Duffy gat ekki fundið neinn nógu líkan honum til að geta verið bróðir hans og því fór sem fór.
Mitt álit:
Hversu nett er það að Ledger hafi verið inni í myndinni þegar verið var að ráða í aðahlutverk The Boondock Saints ? Ég er ansi forvitinn um að vita hver mun leika rannsóknarlögreglukonuna í myndinni, Duffy segir hana vera með ansi sterkan suðurríkjahreim, Charlize Theron ?

