Encanto kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi, en myndin var í öðru sæti í síðustu viku. Þetta kemur reyndar ekkert á óvart því söguhetjurnar í myndinni búa allar yfir ofurmætti, amk. allar nema ein.
Rúmlega sex þúsund manns fóru á myndina um helgina og tekjur voru 7,2 milljónir króna.
Toppmynd síðustu viku, Ghostbusters: Afterlife, datt niður í annað sætið og minnkuðu aðsóknartekjur um 39% milli vikna. Þriðja sætið fellur svo í skaut splunkunýrrar myndar, House of Gucci, en fimmtán hundruð manns sáu hana um helgina.
Þegar horft er á heildartölur þá voru tekjur af sýningum allra mynda um síðustu helgi samtals 11,5 milljónir króna og tæplega átta þúsund manns borguðu sig inn til að sjá myndirnar.
Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: