Mamet og Jude Law

Hinn skemmtilegi leikari Jude Law ( Gattaca ) og handritshöfundurinn/leikstjórinn David Mamet ( Hannibal , State and Main ) eru að fara í samstarf saman. Mun Law fara með aðalhlutverkið, ásamt leikkonunni Rebecca Pidgeon (dúfa?), en enn er ekki kominn titill á verkefnið, hvað þá söguþráður. Leiða má líkur að því að Mamet muni sjálfur bæði skrifa handritið og leikstýra, en það eina sem hann hefur sagt í þessu sambandi er að myndin komi til með að vera melódramatískur thriller sem gerist um aldamótin, og óljóst þykir hvor aldamótin hann á þá við. Engu að síður hljómar þetta spennandi, enda er Mamet einn alskemmtilegasti leikstjórinn í bransanum í dag.