Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Gattaca 1997

Fannst ekki á veitum á Íslandi

There Is No Gene For The Human Spirit.

106 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 82% Critics
The Movies database einkunn 64
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir bestu sviðsmynd

Í ekki allt of fjarlægri framtíð, er maður sem er allt annað en fullkominn, sem langar að ferðast um geiminn. Vísindasamfélagið hefur flokkað Vincent Freeman sem óæskilegan til slíkra ferðalaga vegna genauppbyggingar hans, og hann er orðinn einn af þeim flokki manna sem aðeins nýtast í lítilmótlegri störf. Til að ná takmarki sínu þá ákveður hann að... Lesa meira

Í ekki allt of fjarlægri framtíð, er maður sem er allt annað en fullkominn, sem langar að ferðast um geiminn. Vísindasamfélagið hefur flokkað Vincent Freeman sem óæskilegan til slíkra ferðalaga vegna genauppbyggingar hans, og hann er orðinn einn af þeim flokki manna sem aðeins nýtast í lítilmótlegri störf. Til að ná takmarki sínu þá ákveður hann að þykjast vera vera Jerome Morrow, fullkomlega samsettur maður genalega séð, sem er lamaður og bundinn við hjólastól eftir bílslys. Með aðstoð fagmanns nær Vincent að viðhalda blekkingunni, með því að breyta þvagprufum. Þegar hann er á lokametrunum og nánast að leggja af stað í sína fyrstu geimferð, þá er yfirmaður geimáætlunarinnar drepinn og lögreglan hefur rannsókn, sem gæti afhjúpað leyndarmáið hans. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


Gattaca er sæmileg afþreying en ég bjóst samt við skemmtilegri mynd heldur en hún reyndist vera. Hún fékk mjög góða dóma þegar hún kom fyrst út(tékkið bara á öllum þessum umfjöllunum um hana á undan minni) og þegar ég sá hana að lokum þá varð ég ekki nógu ánægður. Hún fer vel af stað og lofar góðri vísindaskáldsögu, margt skemmtilegt til staðar en síðan hrapar hún um sjálfa sig og síðasti fjórðungurinn er bara beinlínis leiðinlegur. En það sem Gattaca hefur sér til ágætis er mjög góður leikur og Jude Law og Ethan Hawke eru mjög traustir og gera sínar persónur þannig að manni stendur alls ekki á sama um þær. Þetta eru vel skrifaðar persónur sem ættu reyndar heima í betri mynd. Uma Thurman er að vísu í mjög grunnu og lítt áberandi hlutverki en hún gerir samt sitt besta úr því litla sem hún fær. Margar góðar hugmyndir eru til staðar í Gattaca, geimferðir, blekkingarstarfsemi o.þ.h. en handritið er skrifað þannig að myndin verður hæg og einföld og í heild er lítið að gerast í henni. Tvær stjörnur segi ég. Ýmislegt gott við þessa mynd en ég bara bjóst við meiri gæðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég leigði crash um helgina og sá svo eftir að hafa tekið gattaca með sem gamla mynd og hefði engar væntingar hélt að hún yrði ömurleg.

Það reyndist vera bull myndin er mjög fallega gerð og vönduð og sagan bara nokkuð góð.Vincent(Ethan Hawke)getur aldrei orðið geimfari eins og hann hefur alltaf dreymt um vegna mikilla sjúkdómahættu þá þykist hann vera Jerome(Jude Law)með leifi Jeromes sem er ótrúlega hraustur en lennti í slysi og er nú fastur í hjólastól.

Á þessum tíma í framtíðinni eru nær allir glasabörn og eru gerð fullkomin en Vincent var ekki glasabarn og var lánkt frá því að vera líkamlega fullkomin.

Vincent þarf þá daglega að mikið magn af blóði frá Jerome og þarf beinlínis af þykjast vera Jerome.

Hann kynnist fallegri samstarfskonu sinni Irene(Uma Thurman) sem Jerome.

Og fær hann því að fara í geiminn að því að hann er orðinn hraustur og enginn kannst við vincent bara við hinn nýja Jerome.

En þegar morð er framið á vinnnustaðnum Gattaca þá fara yfirvöld að kanna alla starfsmenn og þá gæti komist upp um Jerome.

Gattaca er langdregin og er ekki spennumynd(það er reyndar kostur í þessssu tilfelli)og nær engri spennu en myndin er mjög vel gerð og falleg og leikararnir fínir en Jude Law bestur sem hinn upprunalegi Jerome.

Seinasti parturinn er nokkuð óvæntur og söuleiðis endirinn maður trúði ekki beint að myndin var búinn þegar hún endaði.

Gattaca er góð,falleg,óvænt,vönduð og frumleg vísindaskálssaga.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Algjör snilldar mynd kom mér ofboðslega á óvart. Myndin er ekki einugnis flott og vel leikin heldur er handritið einnig mj0g gott og ótrúlegt en satt frekar heimspekileg. Mæli eindregið með henni svo þegar þú leigir spólu skaltu taka þessa sem gamla því hún er meistarastykki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Rosalegt ímyndunarafl var notað við þessa mynd og sérstraklega við framtíðarsýnina. Myndin er skemmtileg og leiðist manni aldrei en draumórarnir eru svo miklir og the need to know hvað gerist næst er svo mikil að ég varð æstur og þar meðal missti myndin stjörnu sem hún hefði getað fengið. Samt sem áður finnst mér gaman af framtíðar og vísindamyndum og var þessi gæðis mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Stórkostleg. Eftir að hafa séð góða dóma um hana hér á kvikmyndum.is ákvað ég að taka hana á leigu og viti menn - út kemur ein besta og raunsæasta framtíðarmynd sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

19.05.2015

Good Kill frumsýnd á föstudaginn

Frá leikstjóra Lord of War og framleiðendum The Hurt Locker kemur nýjasta mynd Ethan Hawke og January Jones, Good Kill. Með önnur hlutverk fara Bruce Greenwood, Zoë Kravitz, Jake Abel og Peter Coyote. Andrew Niccol leikstýrir....

13.11.2012

Svikull geimsníkill - Ný stikla

Nú þegar Twilight bálkurinn er að klárast ( síðasta myndin verður frumsýnd á föstudaginn ) þá er ekki seinna vænna að kynna til sögunnar næsta verk Stephanie Meyer höfundar Twilight, vísindatryllinn The Host. Hér að neðan er ný st...

25.03.2012

Vísindaskáldskapur Twilight-höfundar opnar augu

Nei þetta er ekki endurgerðin af samnefndri (og æðislegri) skrímslamynd frá Suður-Kóreu, heldur höfum við hér næstu kvikmynd leikstjórans Andrew Niccols, The Host. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Stephanie Me...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn