Queen Raquela vinnur til verðlauna

Mynd Ólafs Jóhannessonar, Queen Raquela, vann
til tvennra verðlauna á hinni nýlokinni kvikmyndahátíð NewFest í New
York. Myndin hlaut verðlaun sem besta aðþjóðlega kvikmyndin og sagði
dómnefndin hana vera hreinskilna, hvetjandi, fyndna, sorlega og
vongóða, og slær ekki eina feilnótu.
Önnur verðlaunin sem féll myndinni
í skaut voru Vanguard verðlaunin, sem afhend eru af dómnefnd á vegum
sjónvarpsstöðvarinnar Showtime (Dexter, Californication).

The Amazing Truth About Queen Raquela segir frá Raquela,
stelpustrák frá Filipseyjum sem dreymir um að flýja til Vesturlanda til
að finna draumaprinsinn. Ólafur Jóhannesson leikstýrði áður Blindsker, Africa United og nú síðast Stóra planið.

Myndin hefur þegar hlotið Teddy-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni
í
Berlín en leikstjórar á borð við
Pedro Almodóvar, Gus Van Sant og Lukas
Moodyson
hafa áður unnið til þessara verðlauna.


Queen Raquela verður frumsýnd í haust.