Hin gullfallega Famke Jenssen ( X-Men ) og Eddie Murphy eru að fara að leika saman í kvikmyndinni I-SPY. Myndin, sem leikstýrt verður af Betty Thomas ( Doctor Dolittle 2 ) er byggð á sjónvarpsþáttum frá 7. áratugnum og fjallar um útsendara frá leyniþjónustunni sem er paraður með íþróttamanni sem er einnig spæjari. Ekki er ljóst hvort þeirra leikur hvaða hlutverk, en í myndinni mun hinn skemmtilegi Owen Wilson ( Shanghai Noon ) láta sjá sig í aukahlutverki.

