DeNiro skiptir um umboðsfyrirtæki

Við greindum frá því fyrir stuttu síðan að Ashton Kutcher hafi skipt um umboðsfyrirtæki, farið frá Endavour til CAA, eða Creative Artists Agency. Nokkrum dögum síðar ákvað stórleikarinn Robert DeNiro að fara nákvæmlega öfuga leið! Hann fór til Endavour.

Endavour hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarið og fengið til sín stór nöfn, eina af frægustu umboðsmönnum í bransanum og bætt m.a. Ben Stiller í hópinn hjá sér. Ástæðan fyrir því að DeNiro hafi skipt um umboðsfyrirtæki ku vera sú að stressið sé farið að segja til sín vegna þess að hann hefur ekki leikið í stórmynd (að hans mati) síðan árið 2004 þegar hann lék í Meet the Fockers. Síðan þá hefur hann m.a. leikið í Stardust, The Good Shepherd en hvorugri gekk vel í bíóum.

Orðið á götunni er það að Jack Black muni fylgja DeNiro og fara einnig til Endavour síðar meir.