Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

Stardust 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. október 2007

This summer a star falls. The chase begins.

127 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 77% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Ungur maður reynir að vinna ástir stelpu einnar með því að ferðast til ævintýralands og snúa til baka með hrapaða stjörnu. Flækist hann síðan inn í atburðarás sem að hefur í för með sér alls kyns töfra og fjöldan allan af skrautlegum karakterum.

Aðalleikarar


Stardust fjallar um Tristan Thorn (Charlie Cox) sem býr í bænum Wall sem er við landamæri umheimsins(sem er veggur og þar fær bærinn nafn sitt) og ævintýra ríkinu Stormhold. Tristan er ekki sérlega ríkur og vinnur sem búðarstrákur og er ástfangin af vinsælustu og fallegustu stelpu bæjarins Victoriu (Sienna Miller) og fyrir hönd hennar þá mun hann fara yfir landamærin og ná í stjörnu sem féll af himnum. Þegar hann kemur á staðinn þá finnur hann unga konu að nafni Yvaine (Claire Danes) sem reynist vera stjarnan! Tristan og Yvaine þurfa að flýta sér heim því að aðrir vilja fá stjörnuna þá má nefna Norna drottninguna Lamiu (Michelle Pfeiffer) sem vill verða ung á ný og svo Prinsinn af Stormhold Septimus (Mark Strong) sem vill verða konungur. Og á leiðinni hitta þau hinn skrautlega Captain Shakespeare (Robert DeNiro).Stardust(2007) er nýleg ævintýramynd og er leikstýrð af Matthew Vaugnh (Layer cake) og er skrifuð af Vaughn og Jane Goldman og er byggð á skáldsögu eftir Neil Gaiman.

Það er mjög gaman að sjá góða ævintýramynd en ég bjóst ekki við sérlega miklu af Stardust en vonaði þó að hún yrði góð. Hún var góð en hefði geta orðið miklu betri.

Sagan er mjög, handritið var sömuleiðis gott en hefur á tíma bili frekar veika punkta þá helst má nefna endann, hún var einnig frekar fyrirsjáanlega á tímabili. Hún var hinsvegar skemmtileg og mjög fyndin þá má helst nefna atriðin með Robert De Niro.

Hún á það til að vera yfirdrifin, klisjukennd(en þó lítið0, fyrirsjáanleg og of dæmigerð(týpísk)

Mér fannst leikstjórn Vaughn´s ekki vera nógu góð(en samt alveg ágæt), hann náði ekki neinu andrúmslofti né að draga mann inní myndina. Myndatakan var fín en heldur ekki alveg nógu góð, það sama á við útlit myndarinnar. Tæknibrellurnar voru misjafnar.Charlie Cox og Claire Danes eru alveg ágæt en eru þó bæði frekar pirrandi og leikur þeirra misjafn á köflum(stundum eru þau léleg, stundum ágæt), þau(þá sérstaklega Cox) pössuðu ekki alveg í hlutverkin sín og virtust vera of gömul.

Michelle Pfeiffer stelur senunni sem vonda nornin og Robert De Niro var líka mjög skemmtilegur. Sienna Miller var líka mjög fín. Og Ian McKellen(Þekktastur fyrir að leika Gandalf í Lord of the Rings og Magneto í X-men) var góður sem sögumaðurinn þrátt fyir að hafa lítið að gera. Ég var ekki alveg að “fíla” Mark Strong sem Septimus og Ricky Gervais(úr sjónvarpsþáttunum Extras og The Office) gerði lítið annað en að trufla og það hefði mátt sleppa honum, hann bara passaði ekkert þarna.Þrátt fyrir nokkra galla þá er Stardust skemmtileg ævintýramynd sem hægt er að mæla með þó að hún sé kannski ekki alveg 900 kr. virði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég skellti mér á Stardust með litlar væntingar því vinur minn hafði bölvað yfir henni þegar hann fór á hana, en svo var hún bara svona þrusugóð. Hún er gerð eftir leikstjórann Matthew Vaughn og er skrítið að hann hafi aðeins gert tvær myndir eins og er því myndin er mjög fagmannlega gerð. Eitt sem mér fannst skemmtilegt við þessa mynd var að ég hafði aldrei heyrt þessa sögu fyrr né séð hana í eitthverri útgáfu þó sagan sé reyndar mjög týpísk ævintýrasaga. Sagan er nokkurnveginn um ungan pilt að nafni Tristan sem freistar þess að ná í stjörnu sem fellur að himnum fyrir stelpunni sem hann elskar og sýna þannig ást hans á henni en í gegnum það spinnast svo ævintýri með snarbrjáluðum nornum og valdasjúkum prinsum. Leikurinn í myndinni er afar góður, Charlie Cox smellpassar sem Tristan og sömuleiðis mótleikarinn hans Sienne Miller sem leikur Victoriu eða stjörnuna. Þau sem stela reyndar senunni eru enginn önnur en hinn frábæri Robert De Niro sem leikur hinn harða Chaptain Shakespeare sem er svo eftir allt saman ekkert svo harður, eða hvað? og Michelle Pfeiffer sem er frábær sem vonda norninn. Tölvubrellur í myndinni er góðar og sömuleiðis tónlistin. Ég hef ekkert sérstakt á myndinni að segja út á en ég skemmti mér vel yfir myndinni. Svo var skemmtilegt að vita að myndinn var að hluta til tekinn upp á íslandi en maður kannaðist oft við landslagið og birtuna. En Stardust er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna þó litlir krakkar gætu kannski orðið pínu hrædd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.03.2013

Matthew Vaughn aftur í leikstjórann

Matthew Vaughn, leikstjóri X-Men: First Class og Kick-Ass, handritshöfundur X-Men: Days of Future Past og framleiðandi Kick-Ass 2 og næstu Fantastic Four myndar svo eitthvað sé nefnt, virðist vera á leiðinni í leikstjórastólinn á nýjan leik. Vefsí...

29.11.2012

Segir Vaughn leikstýra Star Wars

Ef eitthvað er að marka orð breska leikarans Jason Flemyng þá mun framleiðandinn og leikstjórinn Matthew Vaughn leikstýra næstu Star Wars mynd. Flemyng átti spjall við blaðamenn við frumsýningu myndarinnar Seven Psychopaths...

16.11.2012

X-men höfundur skrifar Gosa

Jane Goldman, sem var einn handritshöfunda X-Men: First Class, hefur verið ráðin til að skrifa handrit að nýrri mynd um spýtukarlinn Gosa. Warner Bros, sem framleiðir myndina, vonast til þess, samkvæmt frétt Empire kvikmyndarits...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn