Steven Spielberg bauðst einu sinni til að leikstýra James Bond-mynd en var hafnað. Þetta var á áttunda áratugnum þegar hann hitti framleiðandann Albert R. Broccoli.
„Ég fór til Cubby Broccoli og spurði hvort ég mætti gera eina og hann sagði: „Nei,“ sagði Spielberg við Daily Mail. „Ég spurði aldrei aftur. Í staðinn gerði ég Indiana Jones-myndirnar.“
Leikstjórinn er hrifinn af nýjustu Bond-myndinni Skyfall. „Ég hef séð hana einu sinni og ég ætla að sjá hana aftur.“
Spielberg er þessa dagana að kynna sína nýjustu mynd, Lincoln.