Í Bretlandi gat grandalaust fólk, sem ætlaði bara að kaupa sér eina kók á lestarstöðinni, lent í því að breytast í James Bond. Hvern dreymir ekki um það einmitt að vera njósnari sem ferðast um heiminn og lendir í æsilegum ævintýrum!
Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi fékk fólk skilaboð á skjánum þegar það setti pening í sjálfsalann og þurfti að leysa þraut innan 70 sekúndna, og beita öllum sínum mögulegu Bond hæfileikum. Auglýsingin er hluti af Viral auglýsingaherferð Coke Zero fyrir Skyfall, nýjustu Bond myndina sem verður frumsýnd í næstu viku.
Ef fólk gat leyst þrautina, voru miðar í boði á forsýningu myndarinnar. Sjón er sögu ríkari:
Skyfall er 23. Bond myndin. Hún verður frumsýnd nk. föstudag, 26. október á Íslandi. Það er Daniel Craig sem leikur James Bond en Sam Mendes leikstýrir.