Sænska spennumyndin Karlar sem hata konur gerði það gott í bíóhúsunum hér á landi um helgina þegar 8.000 manns fóru að sjá myndina, að því er fram kemur í tilkynningu frá Senu. „
Aðsóknin á Karlar sem hata konur hefur verið framar björtustu vonum en
um 8.000 manns sáu myndina um helgina og tæp 10.000 manns hafa séð myndina frá
opnun á miðvikudag. Það sem veldur er að gerð hefur verið frábær mynd eftir
frábærri bók og það heppnast afar sjaldan,“ segir í tilkynningunni.
Þá segir að ástæðan sé einnig sú að margir hafi lesið bókina sem myndin er gerð eftir, myndin spyrjist vel út og dómar gagnýnenda hafi almennt verið lofsamlegir.

