770 þúsund manns í bíó

Japanska teiknimyndin Evangelion Shin Gekijoban Q, eða bara Eva Q, eins og myndin er kölluð heima fyrir, var gríðarlega vel sótt í Japan um síðustu helgi, en 770 þúsund manns komu að sjá myndina á laugardag og sunnudag, en myndin var sýnd á 224 bíótjöldum.

Þetta er aðsóknarmesta mynd í Japan á frumsýningarhelgi á þessu ári.

Sjáið stikluna hér fyrir neðan:

Til samanburðar, þá þénaði aðsóknarmesta frumsýningarmynd ársins þar á undan, Brave Hearts Umizaru, 1,12 milljarða japanskra jena, á frumsýningarhelgi sinni í sumar, en var sýnd á tvöfalt fleiri stöðum, eða 450 bíótjöldum. Til samanburðar þá var myndin aðsóknarmeiri en stórmyndin bandaríska The Dark Knight Rises, en myndirnar voru frumsýndar um sömu helgi.

Eva Q, sem heitir í enskri þýðingu: Evangelion: 3.0 You Can ( Not ) Redo, er þriðja myndin í vinsælli seríu. Myndin þénaði 1,14 milljarða jena um helgina, eða 1,8 milljarða íslenskra króna.

Eva Q mun fara létt með að þéna meira en fyrri tvær myndirnar í bálknum, en myndin er nú þegar búin að þéna fjórðung þess sem Evangelion 2 gerði alls á meðan hún var sýnd í bíó.

Hryllingsmynd Takashi Miike Aku no Kyoten (Lesson of the Evil) var í öðru sæti japanska aðsóknarlistans aðra vikuna í röð. Búningamyndin Nobo no Shiro ( The Floating Castle ) er í þriðja sæti eftir helgina. Frumsýningu Nobo no Shiro var frestað eftir hin skelfilegu tsunami flóð í Japan á síðasta ári, af því að í myndinni eru atriði þar sem árás er gerð með „vatnsvegg“.