Fyrr í vikunni var tilkynnt að tökur á framhaldi vísindaskáldsögumyndarinnar Blade Runner hefjast í júlí.
Harrison Ford verður aftur í aðalhlutverkinu sem rannsóknarlöggan Rick Deckard og á móti honum leikur hjartaknúsarinn Ryan Gosling.
Leikstjóri verður Denis Villeneuve og tökumaður verður Roger Deakins sem starfaði með Villeneuve að Sicario og Prisoners. Tónskáldið Jóhann Jóhannsson, sem vann einnig með Villeneuve við sömu myndir, hefur verið orðað við Blade Runner.
Myndin sem kom út fyrir 34 árum síðan, á sér fjölda aðdáenda og bíða því margir spenntir eftir framhaldinu.
Blaðamaður vefsíðunnar metro.co.uk hefur sett saman lista yfir ellefu atriði sem eiga að sýna og sanna að Blade Runner er besta mynd allra tíma.
Hér geturðu séð þennan skemmtilega lista.