Tölvuleikirnir komnir til að vera

Núna var að bætast við sérstakur tölvuleikjaflipi hér á forsíðunni þar sem notendum gæfst tækifæri til að renna yfir þær fréttir og umfjallanir sem tilheyra þeim geira. Eins og nýlega var opinbert, þá hefur Kvikmyndir.is ákveðið að stækka aðeins við sig og víkka sjóndeildarhringinn með því að hugsa aðeins út fyrir kassann og bæta við sérstökum fréttapennum sem sérhæfa sig í tölvuleikjum. Af öllum stærðum og gerðum.

Einnig verður birtur á næstunni sérstakur prufuþáttur í stíl við Bíótal, þar sem tveir sérfræðingar (annar þeirra er nefndur hér að ofan) munu fjalla um þekktan leik í kómísku vídeóformi.

Fréttapennarnir eru þeir Sigurjón Ingi Hilmarsson, Hilmar Smári Finsen og Róbert K. Fylgist endilega með skrifum þeirra á næstunni og ekki vera feimin við að kommenta á spjallborðinu. Til þess er skroll-takkinn og lyklaborðið.