Zombieland 2 á leiðinni?

Moviehole.net ræddi við leikstjóra Zombieland, Ruben Fleischer, sem staðfesti að Sony Pictures hefur mikinn áhuga á framhaldsmynd.

Fleischer segist sjálfur vilja hafa hana í þrívídd (sem myndi koma vel út þegar „reglurnar“ eru sýndar) þótt hann hafi ekki fleiri hugmyndir en það. Moviehole ræddi annars líka við Woody Harrelson og hann sagði að hann væri helst til í að framhaldið myndi gerast í París.

Því miður er ekki alveg víst hvort við fáum þessa Zombieland framhaldsmynd eins fljótlega og við myndum vilja. Fleischer segist vilja gera rómantíska gamanmynd næst

Zombieland er sögð koma út á DVD og Blu-Ray í byrjun febrúar.