Nýleg grein segir frá því að hugsanlega sé búið að komast að raunverulega nafni Zodiac morðingjans sem var virkur á sjöunda og áttunda áratug 20. aldarinnar. Samkvæmt Dennis Kaufman þá var það stjúpfaðir hans hann Jack Tarrance sem var Zodiac morðinginn, Kaufman hefur sýnt mörg sönnunargögn sem benda til þess að þetta sé satt en ekkert hefur verið endanlega staðfest ennþá. Verið er að rannsaka DNA úr Jack Tarrance til þess að komast að því hvort hann sé raunverulegi morðinginn en hann dó árið 2006, kringum það leiti sem Zodiac kvikmyndin var nýbúin í tökum.
Mitt álit:
Merkilegt ef satt, ég hef haft mikinn áhuga á sögunni bakvið morðin og einnig fannst mér Zodiac kvikmyndin sú besta árið 2007. Það þarf þó einnig að taka til greina að það var mögulega fleiri en einn maður bakvið Zodiac morðin og þeir voru ekkert endlega að vinna saman, óskyld morð undir sama nafni? Ég er enginn sérfræðingur á þessu efni, svo hvað veit ég.

