Catherine Zeta-Jones og Aaron Eckhart lögðu á sig mikla undirbúningsvinnu fyrir myndina No Reservations. Þar leika þau kokka og þurftu þess vegna að fara í stífa matreiðsluþjálfun svo að hreyfingar þeirra í myndinni yrðu eðlilegar. Catherine var hrifin af eldhúsumhverfinu og líkti samspili kokkanna á þeim veitingahúsum sem þau fengu að heimsækja við ballettinn vegna þess hve henni fannst vera mikil reiða í óreglunni.
Myndin er endurgerð á þýskri mynd frá 2001 sem fjallaði um einhleypan kvenmannskokk sem missir systur sína og þarf að taka við uppeldi dóttur hennar auk þess að vera stöðugt að etja kappi við ítalskan kokk. Aaron leikur mótherjann í bandarísku útgáfunni, en glöggir kvikmyndaáhugamenn ættu að muna eftir honum úr myndinni Thank you for Smoking.

