Ylvolgt hryllingssund á RIFF

Í sundbíói Alþjóðlegar kvikmyndahátíðar í Reykjavík í ár, RIFF, sem er orðinn fastur liður á dagskrá hátíðarinnar, verður sýnd hrollvekja ítalska leikstjórans Dario Argento, Suspiria, frá árinu 1977. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RIFF.

Sýningin verður þann 26. september nk.

sundbio

„Um er að ræða kvikmyndasýningu við ylvolga og grunna sundlaug með tilheyrandi upplifunarhönnun í takt við þessa þekktu og súrrealísku költ kvikmynd. Suspiria fjallar um dansara sem kemur frá New York til Þýskalands til þess að læra við þekktan ballettskóla. Ekki er allt sem sýnist innan veggja skólans og undarlegir hlutir fara að gerast fyrir tilstilli illra afla,“ segir í tilkynningunni.

Í tilkynningunni segir jafnframt að sundbíóin á RIFF hafi notið vinsælda og vakið mikla athygli í gegnum árin.