Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Suspira er frægasta mynd ítalska giallo hrollvekjumeistarans Dario Argento. Í rauninni er þetta þekktasta ítalska hryllingsmynd allra tíma. Ég er lengi búinn að vera með augastað á henni og núna er ég loksins búinn að sjá hana. Það er alltaf góð tilfinning þegar maður er lengi búinn að bíða eftir einhverju og horfir á myndina, hlustar á diskinn, borðar matinn og endurraðar dvd safninu sínu...uh já. Myndin er fyrst og fremst þekkt fyrir stíl. Það er mikið um litaða ljósafiltera sem búa til yfirnáttúrulega stemmningu. Myndin er í GLORIOUS TECHNICOLOR og fær því að njóta sín extra vel. Tónlistin er gothic og passar vel við. Annars er leikurinn ekki upp á marga fiska og plottið...
Spoiler – Sagan segir frá ungri amerískri stúlku sem fer í virtan ballettskóla í Þýskalandi. Ég bjóst eiginlega við Ítalíu en skiptir ekki máli. Dulafullir hlutir fara að gerast og fólk fer að deyja eða einfaldlega hverfa. Í ljós kemur svo að allar konurnar sem kenna við skólann eru nornir. Þannig að spurningin er, sleppur hún lifandi. Sagan er ekki mikið dýpri en það. Ég er varla að trúa því en ég held að það sé verið að endurgera hana, til hvers spyr ég bara?
Eins og ég segi er andrúmsloftið í þessari mynd magnað. Hún er mjög listræn eins og þið sjáið ef þið horfið á sýnishornið. Það eru hinsvegar gallar á henni sem er erfitt að líta framhjá. Samt vel þess virði að bíða eftir.
“Hell is behind that door! You're going to meet death now... the LIVING DEAD!”