Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Um daginn fjallaði ég um Suspiria, nú er það önnur mynd eftir ítalska meistarann Dario Argento, PHENOMENA, með hinni mjög svo sætu Jennifer Connelly. Ég vissi ekki mikið um þessa mynd en hún fór fram úr mínum björtustu væntingum. Það er kannski ekki vinsæl skoðun en mér fannst hún skemmtilegri en Suspiria. Eins og í þeirri mynd þá fjallar hún um unga bandaríska stelpu sem fer í skóla fyrir stúlkur erlendis, að þessu sinni í Sviss. Fyrirbærið sem myndin vísar í er yfirnáttúrulegur hæfileiki Corvino (Connelly) til að hafa áhrif á og stjórna skordýrum. Líkt og í Suspiria þá eru framin nokkur hrottaleg morð af morðingja með svarta hanska (trademark hjá Argento). Corvino ákveður að rannsaka málið með hjálp skordýra fræðimanns og spennan magnast.
Myndin er ólík Suspira að öðru leiti en nefnt var að ofan. Hún er útfærð á allt annan hátt hvað stíl varðar en er þó mjög stíliseruð (ef svo má segja). Argento er leikstjóri sem tekur ekki bara upp senur, hann leikstýrir með tilþrifum og maður sogast inn í magnaða myndatöku og sérstaka notkun hljóða og tónlistar. Connelly er bara 15 ára á þessum tíma en stendur sig mjög vel, náttúru talent. Þetta er hryllingsmynd og það eru brútal atriði inn á milli. Skordýrafyrirbærið bætir annarri vídd við sem heppnast mjög vel. Það verður aldrei hallærislegt enda ekki notað of mikið. Í lokin tekst Argento að byggja upp raunverulega spennu og morðinginn er ekki endilega sá sem maður býst við.
Þetta er 80´ mynd sem hefur elst vel. Tónlistin er í bland score eftir Goblin og Boswell sem minnir á Morricone og tónlist á borð við Iron Maiden. Áhugaverð blanda. Mér fannst þessi mynd stórkostleg, algjör gimsteinn. Grafið hana upp ef þið getið!
"It´s perfectly normal for insects to be slightly telepathic."
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Media Home Entertainment
Aldur USA:
R