Yeezus verður að kvikmynd

kanye-west-wallRapparinn Kanye West hefur hafið samstarf með höfundi American Psycho, Bret Easton Ellis, til þess að gera kvikmynd sem verður skrifuð út frá plötunni hans, Yeezus.

„Hann kom og spurði mig um að skrifa handritið að myndinni. Ég vildi ekki gera það í fyrstu, en svo hlustaði ég á Yeezus.“ sagði Ellis við tímaritið Vice.

Yeezus er harðari en fyrri verk West og jafnvel aðeins hrárri á köflum og má segja að Ellis sé rétti maðurinn í handritsskrifin.

American Psycho kom út árið 1991 og er þriðja skáldsaga Ellis. Fjallaði hún um lífsleiðan, lauslátan og uppkókaðan verðbréfasala og er harðsvíruð ádeila á yfirborðslegt og peningatryllt neyslusamfélag níunda áratugarins.

Ellis hefur áður starfað með West, en þá fór hann yfir handrit að kynningarmyndbandi fyrir plötuna umtöluðu. Hér að neðan má sjá myndbandið og fékk það misgóða gagnrýni.