X-Men: First Class á DVD og Blu-ray 9. september í USA

Búið er að tilkynna útgáfudag fyrir X-Men: First Class á DVD og Blu-ray, sem er 9. september í Bandaríkjunum.
CraveOnline var fyrst til að sýna umslagið á Blu-ray útgáfunni, en það sést hér að neðan.
Í frétt á coomingSoon.net segir að hægt verði að forpanta diskana á Comic-Con hátíðinni í Bandaríkjunum sem hefst eftir tvo daga, og stendur til 24. júlí. Þeir sem forpanta disk fá sérstaka stuttermaboli í kaupbæti, sem einnig sjást hér að neðan.

Í kassanum, sem hægt er að fá bæði með Professor Xavier (James McAvoy) eða Erik Lehnsherr (Michael Fassbender) forsíðu, þá er ásamt disknum nokkrar klukkustundir af sérefni, tíu X-Men teiknimyndasögur á stafrænu formi ásamt svokölluðum Cerebro Mutant Tracker, en þar er að finna myndbandsgagnagrunn með öllum stökkbreyttu hetjunum sem koma fram í X-Men myndunum.

Eins og fyrr sagði, þá geta menn sem er á leið á Comic – Con forpantað diskana á hátíðinni, og þeir 1.000 fyrstu fá bolina góðu, Team Erik eða Team Charles, sem er mynd af hér að neðan.