Það hefur bæst í leikarahópinn fyrir fyrirhugað framhald af smellinum X-Men, sem ber vinnuheitið X2. Það eru leikararnir Ethan Embry ( Can’t Hardly Wait ) og Aaron Stanford ( Tadpole ) sem munu leika hina stökkbreyttu Nightcrawler og Pyro í myndinni. Nightcrawler getur birst og horfið eftir löngun, ásamt því að vera óhemju snöggur og sterkur. Hann lítur út eins og hálfgerður djöfull, með bláa húð og gul augu. Pyro hins vegar getur stjórnað eldi, þó hann geti ekki skapað hann sjálfur. Til þess er hann með einkonar eldvörpu á sér, og getur hann þá gert ýmislegt með logana þegar þeir skjótast út úr búnaðinum. Myndinni verður leikstýrt af Bryan Singer, rétt eins og fyrri myndinni, og ekki er vitað annað en að flestir leikarar muni snúa aftur. Vonast er þar með eftir Ian McKellen , Halle Berry , Patrick Stewart , Hugh Jackman , Anna Paquin og fleirum.

