Worthington líklega hinn nýi Drakúla

Sam Worthington er langt kominn í samningaviðræðum við Universal um að leika næsta Drakúla í myndinni Dracula Year Zero.

Sagan segir, eins og titillinn bendir til, frá uppruna Drakúla en ævintýrið verður spunnið saman við raunverulega ævi Vlads III, sem goðsögnin er byggð á. Drakúla verður ekki algert illmenni eins og oft á tíðum heldur verður hann túlkaður sem gölluð hetja í sorglegri ástarsögu.

Hingað til hefur Sam Worthington passað vel inn í hetjuhlutverkið en samt sem áður er hann ekki alveg týpan sem flestir ímynda sér þegar þeir hugsa um Drakúla greifa. Drakúla er venjulega fölur og grannur en Worthington er massaður og einhvernvegin of strákalegur til að geta passað sem Drakúla greifi. Gæti verið að Universal séu bara að næla í Worthington af því að hann er rísandi stjarna í staðinn fyrir það að velja einhvern annan sem passar betur í hlutverkið? Ég væri endilega til í að heyra skoðanir ykkar á þessu máli.