Í dag var tilkynnt um frumsýningardag fyrir framhald uppvakningatryllisins World War Z, sem verður 9. júní, 2017.
Brad Pitt framleiddi og lék aðahlutverk í fyrri myndinni sem er frá árinu 2013, en hún er byggð á samnefndri skáldsögu Max Brooks. Áður en myndin var frumsýnd þá bjuggust margir við að myndin yrði eitt risastórt flopp, en þegar upp var staðið hafði myndin þénað 540 milljónir Bandaríkjadala um heim allan, og varð tekjuhæsta mynd Pitt á öllum hans 25 ára kvikmyndaferli!
Pitt snýr aftur í framhaldsmyndinni, bæði sem framleiðandi og aðalleikari, en leikstjóri verður Spánverjinn Juan Antonio Bayona (The Impossible, Penny Dreadful).