Samkvæmt skeggvefsíðunni Beardoholic.com þá er meira en að segja það að ná að skarta svokölluðu Jarfaskeggi ( Wolverine ) , en þar er átt við skeggið sem Marvel ofurhetjan Wolverine er þekkt fyrir, og hefur skartað í ýmsum kvikmyndum, bæði X-men myndum sem og sérstökum myndum, nú síðast í Logan.
Beardoholic segir að þessi tegund af skeggi sé valdsmannsleg, og henti þeim vel sem vilja taka bartana skrefinu lengra.
Jarfaskeggið sé sömuleiðis leið fyrir karlmenn sem sækjast eftir vandaðri ímynd, og skörpum línum, en á sama tíma gefur skeggið ímynd uppreisnarmannsins.
Margir gætu haldið að Marvel Jarfinn hafi fyrstur skrýðst þessari tegund af skeggi, en svo er ekki. Tegundin á rætur að rekja langt aftur í tímann, samkvæmt Beardoholic.com. Þessi stíll var vinsæll á 19. öld samkvæmt vefsíðunni, en nokkrar tilraunir hafa verið gerðar síðan þá til að koma skegginu aftur í tísku.
Til dæmis var John Lennon, eins og frægt er orðið, með myndarlegar kótilettur á kjálkanum, sem svipuðu mjög til Jarfaskeggsins.
Einkenni stílsins er að skeggið er rakað alveg af niður miðja hökuna.
Fyrsta skrefið í að rækta alvöru Jarfaskegg, er að safna myndarlegu alskeggi, og raka svo niður miðja hökuna. Þetta hljómar frekar auðvelt, en er það ekki endilega. Hér fyrir neðan eru þau skref sem þarf að taka:
- Safnaðu alskeggi.
- Notaðu stillanlega klippigræju til að raka þvert neðst á hökunni.
- Rakaðu svo upp þannig að svæðið neðan neðrivarar verði V – laga.
- Haldu áfram með þetta V – laga form, framhjá vörunum og rakaðu mest af yfirskegginu af, og skildu um helming hársins eftir hvoru megin.
- Notaðu skeggsnyrtivél til að þynna skegggið á kjálkanum niður í ekki neitt hjá yfirvararsvæðinu.
- Síðast en ekki síst, rakaðu burt allt hár af hálsinum, ef það er ekki gert næst ekki þetta klassalúkk sem Jarfaskeggið gefur.
Hér eru enn ítarlegri upplýsingar um það hvernig safna má þessari tegund af skeggi.