Wick vann helgina

Ísland og Bandaríkin eru gjarnan samstíga þegar kemur að bíóaðsókn og svo var einnig um nýliðna helgi. John Wick: Chapter 3 – Parabellum átti sviðið hér eins og í Bandaríkjunum, og tyllti sér á topp bíóaðsóknarlistans. Ekki langt undan var þó hinn snaggaralegi spæjari Pikachu í Pokemon: Detective Pikachu.

Þriðja vinsælasta mynd helgarinnar var svo risasmellurinn Avengers: Endgame, sem sat lengi á toppnum.

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum þessa vikuna; rómantíska dramamyndin After fer beint í fimmta sætið og þungarokksmyndin Lords of Chaos fer rakleitt í 17. Sætið.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: