Westworld byrjar með látum

Síðastliðinn sunnudag var sýndur fyrsti þátturinn af sjónvarpsþáttunum Westworld á HBO sjónvarpsstöðinni bandarísku. Þátturinn hefur fengið fína dóma og margir bíða spenntir eftir framhaldinu.

Þættirnir eru stjörnum prýddir; meðal leikara eru Ed Harris, í hlutverki ruddalegs gests í villta vesturs „skemmtigarðinum“ Westworld þar sem maður getur hagað sér eins og manni sýnist innan um vélmenni sem líta mjög raunverulega út,; Anthony Hopkins, sem leikur skapara garðsins, og einnig þau Evan Rachel Wood, Thandie Newton og James Marsden, sem öll leika vélmenni, eða „gestgjafa“ eins og þau eru kölluð í þáttunum.

hbo-new-westworld-trailer

Þáttaröðin er byggð á kvikmyndinni Westworld eftir Michael Chrichton, en eins og glöggt kemur fram í þeirri mynd þá eru fleiri heimar en villta vestrið sem Delos fyrirtækið, sem sér um rekstur garðsins, býður upp á. Þó að aðal fjörið væri í Westworld, þá voru einnig miðaldaheimur og heimur Rómar til forna.

Gæti verið að í næstu þáttaröðum, ef þær verða gerðar, að það verði kynntir til sögunnar nýir heimar? Listrænn stjórnandi þáttanna Zack Grobler sagði Inverse nýlega að það væri möguleiki – en það yrði ekki í fyrstu þáttaröðinni. „Í fyrstu þáttaröðinni þá vinnum við bara með West World. Við höfum rætt um næstu þáttaraðir, ef þær verða gerðar, að kanna þá nýja heima. En við erum ekki viss um hverjir þeir yrðu.“

Söguþráður fyrsta þáttarins er þessi: Tveir gestir, William, sem Jimmi Simpson leikur, og er að koma í fyrsta skipti í garðinn, og Logan, sem Ben Barnes leikur, og er tíður gestur, eru að koma í skemmtigarðinn WestWorld með mismunandi væntingar og ætlanir. Bernard, sem Jeffrey Wright leikur, og gæðastjórinn Theresa Cullen, sem Sidse Babett Knudsen leikur, takast á um hvort að frávik í vélmennunum séu smitandi. Á sama tíma breytir hegðunarforritarinn Elsie Hughes, sem Shannon Woodward leikur, tilfinningum vændiskonunnar Maeve, sem Thandie Newton leikur.

Forritarinn framhleypni Lee Sizemore, sem Simon Quarterman leikur, kemur með nýjar hugmyndir að sögum fyrir garðinn, en Dr. Ford, sem Anthony Hopkins leikur, er með aðrar hugmyndir. Svartklæddi maðurinn, Ed Harris, kallar til dauðadæmdan mann, Lawrence, sem Clifton Collins , Jr., leikur, til að hjálpa sér að afhjúpa myrkustu leyndarmál garðsins.

Sjáðu kitlu og plakat hér fyrir neðan:

westworld-hbo-poster