Wes Anderson með besta handritið

Handritið að The Grand Budapest Hotel var valið besta frumsanda handritið að kvikmynd á Writers Guild of America-verðlaununum um helgina. Wes Anderson skrifaði handritið ásamt því að leikstýra myndinni sem var frumsýnd á síðasta ári. Kvik­mynd­in er til­nefnd til átta Óskar­sverðlauna en Óskar­sverðlauna­hátíðin fer fram þann 21. fe­brú­ar.

the-grand-budapest-hotel-5

Lisa Kudrow tilkynnti verðlaunin á hátíðinni, en hún er þekkt­ust fyr­ir að leika Phoe­be í sjón­varpsþáttaröðinni Friends. Anderson var að vonum ánægður með verðlaunin og sagði að hann gæti ekki hugsað sér að taka við þessum verðlaunum í betri félagsskap.

Hér að neðan má sjá lista yfir helstu vinningshafa kvöldsins.

Besta frumsanda handrit

The Grand Budapest Hotel
Wes Anderson og Hugo Guinness

Besta handrit byggt á áður útgefnu efni

The Imitation Game
Graham Moore

Besta handrit að heimildarmynd

The Internet’s Own Boy: The Story of Aaron Swartz
Brian Knappenberger

Besta handrit að dramaþáttum

True Detective
Nic Pizzolatto

Besta handrit að gamanþáttum

Louie
Louis CK