Watchmen: Karakter-prófíll – Rorschach

[Til að krydda aðeins upp á biðina eftir einni heitustu mynd ársins mun
ég birta hér persónuprófíla á helstu persónur Watchmen-sögunnar – Þið
getið fundið sömu upplýsingar á heimasíðu myndarinnar, en hér getið þið
skoðað þær á íslensku.]

Prófíll #2 – RORSCHACH

Walter Kovaks upplifði vonda æsku og notar minninguna til að gefa sér skilning á réttlæti. Kovaks gerðist að hetjunni Rorschach, og klæðist sífellt síðum frakka, hatti og grímu sem hefur hreyfanlegt blekmynstur.
Nafnið vísar einnig í svokölluð Rorschach-sálfræðipróf, sem sýnir ýmis konar blekklessur.

Kovaks er gæddur mikilli slagsmálakunnáttu og er þekktur fyrir að geta tekið nánast hvaða hlut sem er og beitt honum sem vopn.
Rorschach barðist lengi við hlið hetjunnar Nite Owl II þangað til að hetjurnar voru gerðar að útlögum. Nite Owl hætti, en Rorschach hélt áfram að sinna hetjustörfum ólöglega. Hann skrifar ávallt gjörðir sínar og ýmsar skoðanir í dagbók sína.

Rorschach er sennilega þekktasti karakter Watchmen-sögunnar og af mörgum talinn sá eftirminnilegasti.

Skoðið fleiri karakterprófíla á www.kvikmyndir.is/watchmen.

Myndin verður frumsýnd 13. mars.