Warcraft leikstjóri hættir við Fleming

duncan jonesDuncan Jones, leikstjóri Warcraft bíómyndarinnar, sem byrjar í tökum snemma á næsta ári, hefur neyðst til að hætta við að leikstýra Fleming, mynd um höfund James Bond spennusagnanna, Ian Fleming. The Wrap greinir frá þessu.

Jones var mjög áfram um að leikstýra Fleming, en framleiðendur gátu á endanum ekki beðið eftir honum í tvö ár, sem það tæki hann að klára Warcraft myndina.

Warcraft kemur í bíó 18. desember 2015.

Warcraft er kvikmyndagerð af hinum vinsæla tölvuleik World of Warcraft og vinna við myndina á eftir að verða mjög tímafrek, bæði tökur og eftirvinnsla.

Fleming verður byggð á ævisögu Ian Fleming eftir Andrew Lycett, en myndin mun meðal annars fjalla um reynslu Fleming sem alþjóðlegs njósnara, sem átti eftir að nýtast höfundinum í skrifum sínum um sögupersónuna James Bond.